Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 08:45 Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets
Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira