Fjórfalt meiri tekjur vegna Super Bowl Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 14:00 „Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál Íslenskur bjór Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
„Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál
Íslenskur bjór Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira