Horfðu á 27 milljarða gufa upp Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 2. febrúar 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í gær að fyrirtækið sé að skoða ýmsar leiðir til hagræðingar. „Þetta kom öllum í opna skjöldu. Það er ljóst að samkeppnin hefur haft meiri áhrif á félagið en menn gerðu ráð fyrir og sem dæmi munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um afkomuviðvörunina sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gær. Skeyti fyrirtækisins varð til þess að hlutabréf Icelandair Group féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út. Gengi hlutabréfa þess nam við lokun markaða 16,8 krónum á hlut og hefur því fallið um 57 prósent á aðeins níu mánuðum. Markaðsvirði félagsins hefur á þeim tíma lækkað um rúmlega 110 milljarða en þegar það stóð hvað hæst voru bréf Icelandair metin á um 195 milljarða.Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance.Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma átta milljarða. „Það er samkeppnin, ekki síst frá lággjaldaflugfélögum, sem er að herja á Icelandair og hafa áhrif á rekstur félagsins og mögulega meira en menn töldu. Bókanir eru minni sem þýðir auðvitað að menn eru að sækja sér flug hjá öðrum fyrirtækjum í meira mæli en áður. Icelandair hefur verið lykilflugfélag og verður það mögulega áfram en það er ljóst að menn eru að láta finna vel fyrir sér í samkeppninni,“ segir Guðlaugur.Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka.„Skilaboðin í afkomuviðvöruninni eru önnur en við höfum verið að lesa út úr til dæmis flutningatölum síðasta árs. Það er þokkaleg afkoma sem félagið býst við á síðasta fjórðungi 2016 og því kom þetta mjög á óvart eins og sást á markaðnum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka. Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna. Líkt og Icelandair gerði í afkomuviðvöruninni benda Guðlaugur og Stefán Broddi á að staða flugfélagsins sé enn sterk. „Flugstarfsemi er mjög sveiflukennd og er svo alþjóðleg að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hana sem félögin geta ekki stýrt nema að litlu leyti. Félagið hefur boðað að það sé að bregðast við og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Stefán Broddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
„Þetta kom öllum í opna skjöldu. Það er ljóst að samkeppnin hefur haft meiri áhrif á félagið en menn gerðu ráð fyrir og sem dæmi munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um afkomuviðvörunina sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gær. Skeyti fyrirtækisins varð til þess að hlutabréf Icelandair Group féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út. Gengi hlutabréfa þess nam við lokun markaða 16,8 krónum á hlut og hefur því fallið um 57 prósent á aðeins níu mánuðum. Markaðsvirði félagsins hefur á þeim tíma lækkað um rúmlega 110 milljarða en þegar það stóð hvað hæst voru bréf Icelandair metin á um 195 milljarða.Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance.Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma átta milljarða. „Það er samkeppnin, ekki síst frá lággjaldaflugfélögum, sem er að herja á Icelandair og hafa áhrif á rekstur félagsins og mögulega meira en menn töldu. Bókanir eru minni sem þýðir auðvitað að menn eru að sækja sér flug hjá öðrum fyrirtækjum í meira mæli en áður. Icelandair hefur verið lykilflugfélag og verður það mögulega áfram en það er ljóst að menn eru að láta finna vel fyrir sér í samkeppninni,“ segir Guðlaugur.Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka.„Skilaboðin í afkomuviðvöruninni eru önnur en við höfum verið að lesa út úr til dæmis flutningatölum síðasta árs. Það er þokkaleg afkoma sem félagið býst við á síðasta fjórðungi 2016 og því kom þetta mjög á óvart eins og sást á markaðnum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka. Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna. Líkt og Icelandair gerði í afkomuviðvöruninni benda Guðlaugur og Stefán Broddi á að staða flugfélagsins sé enn sterk. „Flugstarfsemi er mjög sveiflukennd og er svo alþjóðleg að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hana sem félögin geta ekki stýrt nema að litlu leyti. Félagið hefur boðað að það sé að bregðast við og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Stefán Broddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira