Einblína á að verjast íslamskri öfgastefnu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 23:40 Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55
Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila