„Líklegt“ að borgarar hafi dáið í árásinni í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 10:30 Sérsveitarmennirnir voru flutti til Jemen með MV-22 Osprey flugvélum. Ein þeirra brotlenti og var sprengd á staðnum. Vísir/Getty Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent