Bjarni, sérðu ekki, að húsið brennur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. febrúar 2017 16:06 „Bjart yfir þjóðarbúinu...“Þann 19. Janúar s.l. birti Morgunblaðið grein eftir þig á bls. 19. Þú lýsir þar stöðu þjóðarbúsins og almennri stöðu mála hér, nú, þegar þín nýja ríkisstjórn tekur við. „Bjart yfir þjóðarbúinu og tækifæri mörg“ segirðu í millifyrirsögn. Lýsir hún í raun meginefni greinarinnar. Margt af því, sem þú segir, er rétt og gott - enda þú greinilega góður og gegn stjórnmálamaður; sennilega sá vinsælasti meðal þjóðarinnar - en frá mínum bæjardyrum séð, er ekki allt tekið með í greiningunni.„Ný kollsteypa framundan?“Á 20. síðu í sama blaði, birtir blaðið grein eftir mig, um óstöðugleika krónunnar og okurvexti, sem af því leiða, og þá brýnu þörf, að tekið sé á gjaldmiðlamáli landsmanna: Farið yfir í Evruna, með eða án ESB aðildar – helzt með – svo að þjóðin fái loksins sterkan og stöðugan gjaldmiðil og stórlækkaða vexti. Ein undirfyrirsögnin hjá mér var „Ný kollsteypa framundan“. Ég er hér „aðkomumaður“, eftir 27 ára dvöl erlendis, og ég sé kannske sumt þessvega í öðru ljósi, en heimamenn. – Því miður virðist það vera, að ég hafi skynjað sumt rétt í þessum málum.Stærsta fyrirtæki landins í frjálsu falliMiðað við veltu 2015 er Icelandair Group stærsta fyrirtæki landins. Hjá þeim virtist allt vera í rjómalagi, á yfirborðinu, eins og hjá þjóðarbúinu, en, hvað gerist nú: Icelandair verður að koma með válega afkomuviðvörun, sem leiðir til þess, að hlutabréf felagsins falla í verði um fjórðung á einum degi. Þetta er ekki aðeins stóralvarlegt áfall fyrir Icelandair, heldur fyrir alla hluthafanna, sem á einni nóttu tapa fjórðungi af sinni fjárfestingu í félaginu. Hlutur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna minkar t.a.m. 17 milljarða. Hin íslenka efnahagskeðja er stutt og tengjast hér flestir eða allir saman. Hrunið á hlutbréfum Icelandair bitnar á öllum landsmönnum beint eða óbeint. Hér gæti komið upp skelfileg keðjuverkun.Hver er orsökin?Eins og ég hef verið að hamra á, er krónan – fyrirgefðu orðbragðið – handónýtur gjaldmiðill. Okkar blessaða hagkerfi, þó að magnað sé, miðað við stærð þjóðarinnar, getur ekki borið upp stöðugan gjaldmiðil: Krónan er eins og 30 tonna fiskibátur á úthafi efnahags- og gengismála, eins og ég hef sagt, sem hoppar og skoppar á úthafsöldunum og undir þeim sviptivindum, sem þar geysa, og flýtur, í bezta falli. Á sama tíma byggir Evran á hagkerfum 500 milljónum manna, og má líkja því við 50.000 tonna hafskipi. Þetta eru rétt hlutföll. Í þessu liggur munurinn. Evran hefur í grundvallaratriðum haldist í jafnvægi við Bandaríkjdal fra byrjun, í 17 ár, og eru vextir í ESB að meðaltali 5% undir því, sem hér er. Þegar Icelandair seldi farmiða fyrir 12-18 mánuðum á 1.000 Evrur, fékk félagið 140.000-145.000 krónur fyrir farmiðann. Nú fær félagið um 120.000 krónur fyrir saman farmiða. Á sama tíma hefur tilkostnaður innanlands hækkað meir en erlendis og Icelandair verður að borga fjórum sinnum hærri vext fyrir sína innlendu fjármögnun, en hér gerist. Hvernig getur þetta gengið!?Ekki er ein bára stök; Sjávarútvegurinn er líka kominn í hönkViðskiptablaðið birtir samhliða grein um það, að hásetahlutur á frystitorgaranum Barða NK muni lækka um 5 milljónir króna 2017, miðað við þann hlut, sem hásetar fengu 2015, á grundvelli nákvæmlega sama afla, af í meginatriðum sömu ástæðum: Krónan hefur hækkað um 15-20%, sem rýrir þeirra tekju af sama skapi, og til viðbótar kemur fallandi verð á afurðum. Auðvitað gildir þessi stórfelldi tekjusamdráttur ekki aðeins fyrir háseta á Barða NK, heldur fyrir alla sjómenn og alla úrgerðarmenn landins. Það er vá fyrir dyrum hjá útgerðinni. Hjá öllum landsmönnum. Þetta er líka hin raunverulega ástæða fyrir því, að samningar takast ekki í sjómannadeilunni.Það steðja sömu ógnir að ferðaþjónustunniMörg fyrirtæki í ferðamannaþjónustunni selja þjónustu sína í Evrum eða Bandaríkjadal. Þessi fyrirtæki, smá og stór, eru að lenda í nákvæmlega sömu vandræðastöðunni: Fyrir 12-18 mánuðum fékk hótel, sem leigði út herberi á 100 Evrur 14.000 til 14.500 krónur á nótt fyrir herbergið. Nú fær sama hótel fyrir sama herbergi og sama Evru-verð 12.000 krónur. Þetta má yfirfæra á margt annað í ferðamannaþjónustunni. Auðvitað gengur þetta ekki upp! Líka hér eru stórfelld vandræði fram undan, ef ekki verður að gert. All krónunni að kenna.Hvað er til ráða?Stjórnvöld og Seðlabankinn verða í hvelli að finna leið til að lækka gengi krónunnar niður i u.þ.b 140 gagnvart EvruStjórnvöld og Seðlabanki verða án tafar að finna leið til að lækka vexti alla vega um helmingSömu aðilar verða, eins fljótt og verða má, að taka upp samninga við Seðlabanka ESB um að einhliða upptöku Evrunnar, án fullrar ESB aðildar. 6 aðrar þjóðir hafa gert það.Jafnhliða verður að taka upp þráðinn, þarsem frá var horfið í samningaumleitunum um fulla aðild Íslands að ESB. Þegar endanlegt bezt möguleg drög liggja fyrir, má bera þau undir þjóðinaBjarni, oft var þörf, en nú er nauðsyn!Þessi mál mega ekki bíða lengur. Við höfum verið að fljóta sofandi að feigðarósi, en það er enn tími. Við verðum að nota hann, ef forða á nýju heljarstökki, nýju hruni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Bjart yfir þjóðarbúinu...“Þann 19. Janúar s.l. birti Morgunblaðið grein eftir þig á bls. 19. Þú lýsir þar stöðu þjóðarbúsins og almennri stöðu mála hér, nú, þegar þín nýja ríkisstjórn tekur við. „Bjart yfir þjóðarbúinu og tækifæri mörg“ segirðu í millifyrirsögn. Lýsir hún í raun meginefni greinarinnar. Margt af því, sem þú segir, er rétt og gott - enda þú greinilega góður og gegn stjórnmálamaður; sennilega sá vinsælasti meðal þjóðarinnar - en frá mínum bæjardyrum séð, er ekki allt tekið með í greiningunni.„Ný kollsteypa framundan?“Á 20. síðu í sama blaði, birtir blaðið grein eftir mig, um óstöðugleika krónunnar og okurvexti, sem af því leiða, og þá brýnu þörf, að tekið sé á gjaldmiðlamáli landsmanna: Farið yfir í Evruna, með eða án ESB aðildar – helzt með – svo að þjóðin fái loksins sterkan og stöðugan gjaldmiðil og stórlækkaða vexti. Ein undirfyrirsögnin hjá mér var „Ný kollsteypa framundan“. Ég er hér „aðkomumaður“, eftir 27 ára dvöl erlendis, og ég sé kannske sumt þessvega í öðru ljósi, en heimamenn. – Því miður virðist það vera, að ég hafi skynjað sumt rétt í þessum málum.Stærsta fyrirtæki landins í frjálsu falliMiðað við veltu 2015 er Icelandair Group stærsta fyrirtæki landins. Hjá þeim virtist allt vera í rjómalagi, á yfirborðinu, eins og hjá þjóðarbúinu, en, hvað gerist nú: Icelandair verður að koma með válega afkomuviðvörun, sem leiðir til þess, að hlutabréf felagsins falla í verði um fjórðung á einum degi. Þetta er ekki aðeins stóralvarlegt áfall fyrir Icelandair, heldur fyrir alla hluthafanna, sem á einni nóttu tapa fjórðungi af sinni fjárfestingu í félaginu. Hlutur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna minkar t.a.m. 17 milljarða. Hin íslenka efnahagskeðja er stutt og tengjast hér flestir eða allir saman. Hrunið á hlutbréfum Icelandair bitnar á öllum landsmönnum beint eða óbeint. Hér gæti komið upp skelfileg keðjuverkun.Hver er orsökin?Eins og ég hef verið að hamra á, er krónan – fyrirgefðu orðbragðið – handónýtur gjaldmiðill. Okkar blessaða hagkerfi, þó að magnað sé, miðað við stærð þjóðarinnar, getur ekki borið upp stöðugan gjaldmiðil: Krónan er eins og 30 tonna fiskibátur á úthafi efnahags- og gengismála, eins og ég hef sagt, sem hoppar og skoppar á úthafsöldunum og undir þeim sviptivindum, sem þar geysa, og flýtur, í bezta falli. Á sama tíma byggir Evran á hagkerfum 500 milljónum manna, og má líkja því við 50.000 tonna hafskipi. Þetta eru rétt hlutföll. Í þessu liggur munurinn. Evran hefur í grundvallaratriðum haldist í jafnvægi við Bandaríkjdal fra byrjun, í 17 ár, og eru vextir í ESB að meðaltali 5% undir því, sem hér er. Þegar Icelandair seldi farmiða fyrir 12-18 mánuðum á 1.000 Evrur, fékk félagið 140.000-145.000 krónur fyrir farmiðann. Nú fær félagið um 120.000 krónur fyrir saman farmiða. Á sama tíma hefur tilkostnaður innanlands hækkað meir en erlendis og Icelandair verður að borga fjórum sinnum hærri vext fyrir sína innlendu fjármögnun, en hér gerist. Hvernig getur þetta gengið!?Ekki er ein bára stök; Sjávarútvegurinn er líka kominn í hönkViðskiptablaðið birtir samhliða grein um það, að hásetahlutur á frystitorgaranum Barða NK muni lækka um 5 milljónir króna 2017, miðað við þann hlut, sem hásetar fengu 2015, á grundvelli nákvæmlega sama afla, af í meginatriðum sömu ástæðum: Krónan hefur hækkað um 15-20%, sem rýrir þeirra tekju af sama skapi, og til viðbótar kemur fallandi verð á afurðum. Auðvitað gildir þessi stórfelldi tekjusamdráttur ekki aðeins fyrir háseta á Barða NK, heldur fyrir alla sjómenn og alla úrgerðarmenn landins. Það er vá fyrir dyrum hjá útgerðinni. Hjá öllum landsmönnum. Þetta er líka hin raunverulega ástæða fyrir því, að samningar takast ekki í sjómannadeilunni.Það steðja sömu ógnir að ferðaþjónustunniMörg fyrirtæki í ferðamannaþjónustunni selja þjónustu sína í Evrum eða Bandaríkjadal. Þessi fyrirtæki, smá og stór, eru að lenda í nákvæmlega sömu vandræðastöðunni: Fyrir 12-18 mánuðum fékk hótel, sem leigði út herberi á 100 Evrur 14.000 til 14.500 krónur á nótt fyrir herbergið. Nú fær sama hótel fyrir sama herbergi og sama Evru-verð 12.000 krónur. Þetta má yfirfæra á margt annað í ferðamannaþjónustunni. Auðvitað gengur þetta ekki upp! Líka hér eru stórfelld vandræði fram undan, ef ekki verður að gert. All krónunni að kenna.Hvað er til ráða?Stjórnvöld og Seðlabankinn verða í hvelli að finna leið til að lækka gengi krónunnar niður i u.þ.b 140 gagnvart EvruStjórnvöld og Seðlabanki verða án tafar að finna leið til að lækka vexti alla vega um helmingSömu aðilar verða, eins fljótt og verða má, að taka upp samninga við Seðlabanka ESB um að einhliða upptöku Evrunnar, án fullrar ESB aðildar. 6 aðrar þjóðir hafa gert það.Jafnhliða verður að taka upp þráðinn, þarsem frá var horfið í samningaumleitunum um fulla aðild Íslands að ESB. Þegar endanlegt bezt möguleg drög liggja fyrir, má bera þau undir þjóðinaBjarni, oft var þörf, en nú er nauðsyn!Þessi mál mega ekki bíða lengur. Við höfum verið að fljóta sofandi að feigðarósi, en það er enn tími. Við verðum að nota hann, ef forða á nýju heljarstökki, nýju hruni!
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun