Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 18:30 Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Vísir/Ernir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira