Les eina bók frá hverju landi Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2017 12:00 "Ég er að lesa sjálfsævisögu Luis Suárez, bók sem er ekki alveg dæmigerð fyrir það sem ég les vanalega." MYND/GVA Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur ætlar að lesa bækur frá öllum 196 löndum heimsins næstu mánuðina. Hún hefur alltaf verið mikill lestrarhestur og hlakkar til að takast á við þetta spennandi verkefni. „Við hjónin vorum að ræða um bækur við vinahjón okkar, Valgerði Rún Benediktsdóttur og Unnar Óla Þórsson, og komumst að því að við lesum alltaf bækur frá sömu löndunum. Ég les mikið af enskum glæpasögum en vinkona mín ævintýrabækur. Hættan er sú að maður festist í sama farinu. Til að víkka sjóndeildarhringinn og læra meira um heiminn í leiðinni settum við okkur það markmið að lesa eina bók frá hverju landi í heiminum. Við erum þegar búin að skrá niður hvaða lönd við erum búin með og þetta er mjög gaman enn sem komið er,“ segir Hildigunnur. Óhætt er að segja að óvenjulegar bækur rati á heimilið þessa dagana og margar sem þeim hefði annars aldrei dottið í hug að líta í. „Maðurinn minn, Einar Snorri Einarsson, er núna að lesa epísk, grísk ljóð en ég sjálfsævisögu Luis Suárez, sem er fótboltamaður frá Úrúgvæ. Sú bók er ekki alveg dæmigerð fyrir það sem ég les vanalega,“ segir hún kankvís.Hildigunnur hefur mikið yndi af bókum eins og sjá má á bókastofu heimilis hennar.Þau hafa þegar rekið sig á að erfitt er að finna bækur frá sumum af minnstu löndum heimsins. „Ég hef ekki fundið neinn rithöfund frá Túvalú en hins vegar hef ég rekist á lönd sem ég hafði aldrei heyrt minnst á áður. Ég las um eyju í Kyrrahafi sem heitir Nárú og lærði heilmikið um hana en hafði ekki haft hugmynd um að hún væri til. Ég hef ekki fundið rithöfund frá Nárú en kannski leysist málið með því að finna bók þar sem sagan gerist á eyjunni. Netið hefur komið sér vel við bókaleit en Hildigunnur hefur einnig farið á nytjamarkaði í von um að finna áhugaverðar bækur. „Ég skoða allar bækur eftir höfunda sem bera framandleg nöfn og leita síðan að upplýsingum um þá á netinu. Við settum þá reglu að höfundurinn þurfi að vera fæddur í landinu og helst að foreldrarnir séu frá því landi svo að það sé ekki tilviljun að viðkomandi fæðist í því landi, til dæmis vegna herskyldu föður,“ segir Hildigunnur og bætir við að það sé dálítil vinna að finna út hvort höfundur uppfylli þessi skilyrði og eins sé erfitt að finna bækur frá sumum ríkjum Afríku, sem og eyjum í Karíbahafi og Kyrrahafi. „Skemmtilegast er ef við náum að lesa sína bókina hvort frá sama landinu. Við erum með sameiginlegt skjal þar sem við skráum hvernig okkur líkaði bókin og hvort við mælum með að hinir lesi hana. Við lesum um 50 bækur á ári og löndin eru 196 svo þetta er langtímaverkefni,“ segir Hildigunnur. Þegar hún er spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsrithöfund svarar hún: „Í augnablikinu eru það Peter James og Linwood Barclay sem báðir skrifa spennusögur. Af íslenskum höfundum er ég hrifnust af Auði Haralds. Hún er klassísk.“ Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur ætlar að lesa bækur frá öllum 196 löndum heimsins næstu mánuðina. Hún hefur alltaf verið mikill lestrarhestur og hlakkar til að takast á við þetta spennandi verkefni. „Við hjónin vorum að ræða um bækur við vinahjón okkar, Valgerði Rún Benediktsdóttur og Unnar Óla Þórsson, og komumst að því að við lesum alltaf bækur frá sömu löndunum. Ég les mikið af enskum glæpasögum en vinkona mín ævintýrabækur. Hættan er sú að maður festist í sama farinu. Til að víkka sjóndeildarhringinn og læra meira um heiminn í leiðinni settum við okkur það markmið að lesa eina bók frá hverju landi í heiminum. Við erum þegar búin að skrá niður hvaða lönd við erum búin með og þetta er mjög gaman enn sem komið er,“ segir Hildigunnur. Óhætt er að segja að óvenjulegar bækur rati á heimilið þessa dagana og margar sem þeim hefði annars aldrei dottið í hug að líta í. „Maðurinn minn, Einar Snorri Einarsson, er núna að lesa epísk, grísk ljóð en ég sjálfsævisögu Luis Suárez, sem er fótboltamaður frá Úrúgvæ. Sú bók er ekki alveg dæmigerð fyrir það sem ég les vanalega,“ segir hún kankvís.Hildigunnur hefur mikið yndi af bókum eins og sjá má á bókastofu heimilis hennar.Þau hafa þegar rekið sig á að erfitt er að finna bækur frá sumum af minnstu löndum heimsins. „Ég hef ekki fundið neinn rithöfund frá Túvalú en hins vegar hef ég rekist á lönd sem ég hafði aldrei heyrt minnst á áður. Ég las um eyju í Kyrrahafi sem heitir Nárú og lærði heilmikið um hana en hafði ekki haft hugmynd um að hún væri til. Ég hef ekki fundið rithöfund frá Nárú en kannski leysist málið með því að finna bók þar sem sagan gerist á eyjunni. Netið hefur komið sér vel við bókaleit en Hildigunnur hefur einnig farið á nytjamarkaði í von um að finna áhugaverðar bækur. „Ég skoða allar bækur eftir höfunda sem bera framandleg nöfn og leita síðan að upplýsingum um þá á netinu. Við settum þá reglu að höfundurinn þurfi að vera fæddur í landinu og helst að foreldrarnir séu frá því landi svo að það sé ekki tilviljun að viðkomandi fæðist í því landi, til dæmis vegna herskyldu föður,“ segir Hildigunnur og bætir við að það sé dálítil vinna að finna út hvort höfundur uppfylli þessi skilyrði og eins sé erfitt að finna bækur frá sumum ríkjum Afríku, sem og eyjum í Karíbahafi og Kyrrahafi. „Skemmtilegast er ef við náum að lesa sína bókina hvort frá sama landinu. Við erum með sameiginlegt skjal þar sem við skráum hvernig okkur líkaði bókin og hvort við mælum með að hinir lesi hana. Við lesum um 50 bækur á ári og löndin eru 196 svo þetta er langtímaverkefni,“ segir Hildigunnur. Þegar hún er spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsrithöfund svarar hún: „Í augnablikinu eru það Peter James og Linwood Barclay sem báðir skrifa spennusögur. Af íslenskum höfundum er ég hrifnust af Auði Haralds. Hún er klassísk.“
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira