Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Ak. 79-72 | Wright með sýningu í mikilvægum sigri Hauka Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 3. febrúar 2017 21:30 Sherrod Wright skoraði 42 stig í kvöld. Vísir/Eyþór Sherrod Wright skoraði 42 stig þegar Haukar unnu afar mikilvægan sigur, 79-72, á Þór Ak. í 16. umferð Domino's deild karla í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust Haukar upp úr fallsæti en þeir eru nú aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar eru hins vegar í 6. sætinu eftir tvo tapleiki í röð. Staðan eftir 1. leikhluta var jöfn, 18-18. Þórsarar byrjuðu 2. leikhluta betur en Haukar enduðu hann á 15-2 spretti og fóru með sex stiga forskot til búningsherbergja, 35-29. Haukar voru áfram með undirtökin í seinni hálfleik og héldu Þórsurum í nógu mikilli fjarlægð. Gestirnir réðu illa við Wright sem fór á kostum og virtist alltaf geta galdrað fram körfu þegar Haukar þurftu á því að halda. Á endanum munaði sjö stigum á liðunum, 79-72.Af hverju unnu Haukar? Vörn og Wright var lykilinn að sigri Hauka í kvöld. Fyrir utan Wright náðu aðrir leikmenn Hauka sér ekki á strik í sókninni. Þeir skiluðu hins vegar frábærri varnarvinnu og héldu Þór í 32% skotnýtingu. Sóknarleikurinn liðanna í leiknum í kvöld var afar slakur en Haukar geta þakkað fyrir að vera með mann eins og Wright í sínum herbúðum. Hann dró sóknarvagninn nánast einn síns liðs og var algjörlega óstöðvandi í seinni hálfleik.Bestu menn vallarins: Wright, augljóslega. Maðurinn skoraði rúman helming stiga Hauka og 20 stigum meira en Bandaríkjamaður Þórs, George Beamon. Emil Barja spilaði svo frábæra vörn á Darrel Lewis og Hjálmar Stefánsson slökkti í Beamon eftir góða byrjun hans. Finnur Atli Magnússon fann sig ekki í sókninni en spilaði góða vörn, tók átta fráköst og varði sex skot. Ragnar Helgi Friðriksson átti fínan leik í liði Þórs; skoraði 10 stig og gaf sjö stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Alls vörðu leikmenn Hauka 14 skot í leiknum. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs, var einnig duglegur að lemja skot í burtu og endaði með fjögur varin skot.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var slakur en hann var sínu verri hjá Þór. Skotnýtingin var aðeins 33% og leikmenn eins og Lewis, Beamon og Þröstur Leó Jóhannsson vilja eflaust gleyma sóknarframlagi sínu í þessum leik sem fyrst. Þá gráta Þórsarar eflaust seinni hluta 2. leikhluta. Þeir skoruðu ekki í rúmar sex mínútur og hleyptu Haukum á 15-2 sprett.Ívar: Létum Wright fara meira einn á einn Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði varnarleik sinna manna hafa lagt grunninn að sigrinum á Þór Ak. í kvöld. „Við leiddum allan leikinn en náðum aldrei að slíta okkur frá þeim. Það vantaði meiri gæði í sóknina til að stinga þá af. Vörnin var heilt yfir góð en sóknin ekki,“ sagði Ívar eftir leik. „Emil [Barja] og Finnur [Atli Magnússon] voru ekkert með í sókninni í leiknum en spiluðu báðir frábæra vörn.“ Þegar sóknin er stirð er gott að eiga eitt stykki Sherrod Wright. Þessi magnaði sóknarmaður skoraði 42 stig í leiknum, eða rúman helming stiga Hauka. „Fyrri hluta leiksins reyndi hann að spila með liðinu og láta boltann ganga. En sérstaklega í 4. leikhluta létum við hann fara meira einn á einn. Það er það sem við viljum frekar að hann geri. Ég held að það hafi virkað vel í þessum leik. Hann skoraði 42 stig og spilaði með liðinu. Það var frábært að sjá það. Hann spilaði líka fína vörn,“ sagði Ívar. Þjálfarinn segir að Haukar þurfi að spila sóknarleik í næstu leikjum en þeir gerðu í kvöld. „Við vorum ekkert spes í sókninni og það þurfum við að laga. Við eigum gríðarlega mikilvægan leik núna 16. febrúar og við höfum tíma til laga sóknina fyrir þann leik,“ sagði Ívar að lokum.vísir/anton brinkBenedikt: Gengur erfiðlega að skora Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Ak., sagði slakan sóknarleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í kvöld. „Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn hjá okkur. Heilt yfir er ég þokkalega sáttur með vörnina og aftur höldum við liðum undir 80 stigum. En það gengur erfiðlega að skora og síðustu tveir leikir hafa tapast á því,“ sagði Benedikt. En hefur hann áhyggjur af sveiflunum í sóknarleik Þórs? „Við höfum ekki verið sannfærandi í sókninni undanfarna tvo leiki. Það er ekki langt síðan við vorum í 3. sæti yfir flest skoruð stig. „Við erum að reyna að finna okkur aftur þar og ég trúi því að það komi fljótlega,“ sagði Benedikt og viðurkenndi að það tæki tíma að jafna sig á brotthvarfi Danero Thomas sem skoraði um 17 stig að meðaltali í leik meðan hann var í herbúðum Þórs. Benedikt kvaðst nokkuð ánægður með varnarleik Þórsara í leiknum. Þeir réðu þó illa við Sherrod Wright sem skoraði 42 stig. „Hann tók liðið á herðarnar í þessum leik og þetta er það sem góðir Kanar gera. Þeir setja liðið á herðarnar þegar á að þarf að halda og koma sínum liðum yfir hindrunina,“ sagði Benedikt að endingu.Bein lýsing: Haukar - Þór Ak.Vísir/EyþórVísir/Eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Sherrod Wright skoraði 42 stig þegar Haukar unnu afar mikilvægan sigur, 79-72, á Þór Ak. í 16. umferð Domino's deild karla í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust Haukar upp úr fallsæti en þeir eru nú aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar eru hins vegar í 6. sætinu eftir tvo tapleiki í röð. Staðan eftir 1. leikhluta var jöfn, 18-18. Þórsarar byrjuðu 2. leikhluta betur en Haukar enduðu hann á 15-2 spretti og fóru með sex stiga forskot til búningsherbergja, 35-29. Haukar voru áfram með undirtökin í seinni hálfleik og héldu Þórsurum í nógu mikilli fjarlægð. Gestirnir réðu illa við Wright sem fór á kostum og virtist alltaf geta galdrað fram körfu þegar Haukar þurftu á því að halda. Á endanum munaði sjö stigum á liðunum, 79-72.Af hverju unnu Haukar? Vörn og Wright var lykilinn að sigri Hauka í kvöld. Fyrir utan Wright náðu aðrir leikmenn Hauka sér ekki á strik í sókninni. Þeir skiluðu hins vegar frábærri varnarvinnu og héldu Þór í 32% skotnýtingu. Sóknarleikurinn liðanna í leiknum í kvöld var afar slakur en Haukar geta þakkað fyrir að vera með mann eins og Wright í sínum herbúðum. Hann dró sóknarvagninn nánast einn síns liðs og var algjörlega óstöðvandi í seinni hálfleik.Bestu menn vallarins: Wright, augljóslega. Maðurinn skoraði rúman helming stiga Hauka og 20 stigum meira en Bandaríkjamaður Þórs, George Beamon. Emil Barja spilaði svo frábæra vörn á Darrel Lewis og Hjálmar Stefánsson slökkti í Beamon eftir góða byrjun hans. Finnur Atli Magnússon fann sig ekki í sókninni en spilaði góða vörn, tók átta fráköst og varði sex skot. Ragnar Helgi Friðriksson átti fínan leik í liði Þórs; skoraði 10 stig og gaf sjö stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Alls vörðu leikmenn Hauka 14 skot í leiknum. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs, var einnig duglegur að lemja skot í burtu og endaði með fjögur varin skot.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var slakur en hann var sínu verri hjá Þór. Skotnýtingin var aðeins 33% og leikmenn eins og Lewis, Beamon og Þröstur Leó Jóhannsson vilja eflaust gleyma sóknarframlagi sínu í þessum leik sem fyrst. Þá gráta Þórsarar eflaust seinni hluta 2. leikhluta. Þeir skoruðu ekki í rúmar sex mínútur og hleyptu Haukum á 15-2 sprett.Ívar: Létum Wright fara meira einn á einn Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði varnarleik sinna manna hafa lagt grunninn að sigrinum á Þór Ak. í kvöld. „Við leiddum allan leikinn en náðum aldrei að slíta okkur frá þeim. Það vantaði meiri gæði í sóknina til að stinga þá af. Vörnin var heilt yfir góð en sóknin ekki,“ sagði Ívar eftir leik. „Emil [Barja] og Finnur [Atli Magnússon] voru ekkert með í sókninni í leiknum en spiluðu báðir frábæra vörn.“ Þegar sóknin er stirð er gott að eiga eitt stykki Sherrod Wright. Þessi magnaði sóknarmaður skoraði 42 stig í leiknum, eða rúman helming stiga Hauka. „Fyrri hluta leiksins reyndi hann að spila með liðinu og láta boltann ganga. En sérstaklega í 4. leikhluta létum við hann fara meira einn á einn. Það er það sem við viljum frekar að hann geri. Ég held að það hafi virkað vel í þessum leik. Hann skoraði 42 stig og spilaði með liðinu. Það var frábært að sjá það. Hann spilaði líka fína vörn,“ sagði Ívar. Þjálfarinn segir að Haukar þurfi að spila sóknarleik í næstu leikjum en þeir gerðu í kvöld. „Við vorum ekkert spes í sókninni og það þurfum við að laga. Við eigum gríðarlega mikilvægan leik núna 16. febrúar og við höfum tíma til laga sóknina fyrir þann leik,“ sagði Ívar að lokum.vísir/anton brinkBenedikt: Gengur erfiðlega að skora Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Ak., sagði slakan sóknarleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í kvöld. „Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn hjá okkur. Heilt yfir er ég þokkalega sáttur með vörnina og aftur höldum við liðum undir 80 stigum. En það gengur erfiðlega að skora og síðustu tveir leikir hafa tapast á því,“ sagði Benedikt. En hefur hann áhyggjur af sveiflunum í sóknarleik Þórs? „Við höfum ekki verið sannfærandi í sókninni undanfarna tvo leiki. Það er ekki langt síðan við vorum í 3. sæti yfir flest skoruð stig. „Við erum að reyna að finna okkur aftur þar og ég trúi því að það komi fljótlega,“ sagði Benedikt og viðurkenndi að það tæki tíma að jafna sig á brotthvarfi Danero Thomas sem skoraði um 17 stig að meðaltali í leik meðan hann var í herbúðum Þórs. Benedikt kvaðst nokkuð ánægður með varnarleik Þórsara í leiknum. Þeir réðu þó illa við Sherrod Wright sem skoraði 42 stig. „Hann tók liðið á herðarnar í þessum leik og þetta er það sem góðir Kanar gera. Þeir setja liðið á herðarnar þegar á að þarf að halda og koma sínum liðum yfir hindrunina,“ sagði Benedikt að endingu.Bein lýsing: Haukar - Þór Ak.Vísir/EyþórVísir/Eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn