Sáttafundi samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna var slitið á þriðja tímanum í dag. Fundur var boðaður húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Sameiginlegur fundur deilenda stóð yfir í um einn og hálfan tíma áður en honum var slitið. Ríkissáttasemjara ákvað á fundinum að setja sjómanna og útgerðarmanna í fjölmiðlabann.
Ríkissáttasemjari hefur áður sett viðsemjendur í fjölmiðlabann. Til að mynda var það gert í október 2015 þegar kjaraviðræður lögreglumanna stóðu yfir.
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í hnút.
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann

Tengdar fréttir

Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“
Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst.