Sjálfskaparvíti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun