Mike Pence ver svívirðingar Trump í garð dómarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 21:22 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“ Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“
Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira