Lungun orðin risastór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 07:00 Aníta Hinriksdóttir kemur hér í mark á nýju Íslandsmeti. Vísir/Hann Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira