Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2017 11:15 Tom Brady brotnaði niður í gær. vísir/getty Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. Brady hafi unnið Ofurskálina fjórum sinnum og bætti þeim fimmta við í gær. Það gerir hann að sigursælasta leikstjórnanda sögunnar og fór hann í leiðinni fram úr átrúnaðargoði sínu, Joe Montana sem vann bikarinn fjórum sinnum. Tilfinningarnar voru gríðarlegar hjá Brady eftir leikinn og lagðist hann í gervigrasið og grét. Móðir hans, Galynn Brady, er alvarlega veik og berst hún fyrir lífi sínu. Ekki hefur verið gefið upp hvað nákvæmlega hrjáir hana en hún var að mæta á sinn fyrsta leik á öllu tímabilinu í gær. Brady vildi hafa alla fjölskylduna nálægt sér allan tímann eftir leikinn í gær og faðmaði hann og kyssti eiginkonu sína Gisele Bündchen hvað eftir annað. Börnin þeirra, Benjamin, (7 ára) og Vivian (4) voru aldrei langt undan. Þessi titill skipti Brady meira máli en allir hinir. Hann tileinkaði sigurinn móðir sinni. Árið 1996 varð Chicago Bulls NBA-meistari á það á feðradeginum. Michael Jordan brotnaði þá niður, lagðist í gólfið með boltann og grét. Hann tileinkaði þeim sigri föður sínum sem lést langt fyrir aldur fram. Atvikið í gær minnti óneitanlega á það.Brotnaði niður eftir leikinn Árið 1996 þegar Jordan féll í jörðina og neitaði að sleppa boltanum* NFL Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. Brady hafi unnið Ofurskálina fjórum sinnum og bætti þeim fimmta við í gær. Það gerir hann að sigursælasta leikstjórnanda sögunnar og fór hann í leiðinni fram úr átrúnaðargoði sínu, Joe Montana sem vann bikarinn fjórum sinnum. Tilfinningarnar voru gríðarlegar hjá Brady eftir leikinn og lagðist hann í gervigrasið og grét. Móðir hans, Galynn Brady, er alvarlega veik og berst hún fyrir lífi sínu. Ekki hefur verið gefið upp hvað nákvæmlega hrjáir hana en hún var að mæta á sinn fyrsta leik á öllu tímabilinu í gær. Brady vildi hafa alla fjölskylduna nálægt sér allan tímann eftir leikinn í gær og faðmaði hann og kyssti eiginkonu sína Gisele Bündchen hvað eftir annað. Börnin þeirra, Benjamin, (7 ára) og Vivian (4) voru aldrei langt undan. Þessi titill skipti Brady meira máli en allir hinir. Hann tileinkaði sigurinn móðir sinni. Árið 1996 varð Chicago Bulls NBA-meistari á það á feðradeginum. Michael Jordan brotnaði þá niður, lagðist í gólfið með boltann og grét. Hann tileinkaði þeim sigri föður sínum sem lést langt fyrir aldur fram. Atvikið í gær minnti óneitanlega á það.Brotnaði niður eftir leikinn Árið 1996 þegar Jordan féll í jörðina og neitaði að sleppa boltanum*
NFL Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira