Varað við ofsaveðri: „Þetta verður hvellur í fyrramálið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 22:30 Mjög hvasst verður á vestanverðu landinu á morgun. Vísir/Anton Brink „Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira
„Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira