Varað við ofsaveðri: „Þetta verður hvellur í fyrramálið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 22:30 Mjög hvasst verður á vestanverðu landinu á morgun. Vísir/Anton Brink „Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira