Eldingaveðrið heldur eitthvað áfram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 18:11 Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Vísir/Ólafur Jóhannesson Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16