Þaggað niður í gagnrýni á dómsmálaráðherraefni Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 19:45 Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas. Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas.
Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00
Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47