Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 32-23 | Stjörnukonur í Höllina Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. febrúar 2017 21:45 Rakel Dögg Bragadóttir. vísir/eyþór Stjarnan fær tækifæri til að verja titilinn á úrslitahelginni í Coca-Cola bikar kvenna í handbolta eftir 32-23 sigur á ÍBV í Mýrinni í 8-liða úrslitum í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og náði forskotinu snemma leiks en Garðbæingar hleyptu Eyjakonum aldrei of nálægt forskotinu. Lauk leiknum með 9 marka sigri Stjörnukvenna sem eru því komnar í undanúrslitin ásamt Haukum, Fram og Selfossi. Stjarnan náði yfirhöndinni snemma leiks og leiddi 8-3 eftir aðeins níu mínútur en Hrafnhildur Skúladóttir brást við því með leikhléi til að vekja leikmennina sína. Eyjakonur tóku við sér og minnkuðu bilið um tíma niður í þrjú mörk en Stjarnan leiddi 15-11 í hálfleik. Stjörnukonur bættu við forskotið í upphafi seinni hálfleiks og náðu átta marka forskoti en þá var ekki aftur snúið. Gestirnir frá Vestmannaeyjum reyndu ýmsar útfærslur á varnarleiknum til að reyna að hrista upp í leiknum með dræmum árangri. Héldu Stjörnukonur öruggu forskoti allt til loka leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk en Sólveig Lára Kjærnested bætti við kom næst með sex mörk. Esther Óskarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með átta mörk en aðeins fimm leikmenn ÍBV komust á blað í leiknum. „Tilfinningin er ljómandi góð, ég er svakalega ánægð með hversu vel við mættum innstilltar í þennan leik og mættum einbeittar til leiks,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar í kvöld. „Við byrjuðum vel og náðum að halda dampinum vel út allan leikinn. Ég er gríðarlega stolt af stelpunum hversu tilbúnar þær voru í þessa baráttu því við vorum að spila upp á þátttökurétt í skemmtilegustu helgi ársins,“ sagði Rakel og bætti við: „Við fórum alla leið í fyrra og vitum hversu skemmtileg úrslitahelgin er. Það var ekki möguleiki á því að við myndum mæta í kvöld af hálfum hug.“ Varnarleikurinn var flottur og gerði Hafdísi auðveldara fyrir í markinu. „Við vorum vel hreyfanlegar og svo var Hafdís stórkostleg fyrir aftan okkur. Hún var að taka sína bolta og tók líka þessa bónus-bolta úr dauðafærum sem er alltaf gott. Það gerði þeim mjög erfitt fyrir,“ sagði Rakel sem var sömuleiðis ánægð með spilamennskuna á hinum enda vallarins. „Við byrjuðum sóknarleikinn vel og setjum mörg mörk á þeim fyrstu mínúturnar. Við komum þeim kannski svolítið á óvart og þeim tókst betur að loka á okkur eftir því sem leið á leikinn en við héldum bara áfram.“ Hrafnhildur: Leikmennirnir misstu trúna í seinni hálfleik„Við fengum einfaldlega skell í kvöld. Við byrjum leikinn illa en komumst aftur inn í hann og vorum óheppnar að vera fjórum mörkum undir í hálfleik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Þessi munur hefði auðveldlega getað verið mun minni, við fórum mjög illa með nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik til þess að minnka muninn en svo var allt annað upp á teningunum í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur var afar ósátt með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Við komum okkur ekki í sömu færin og spilamennskan var bara hreint út sagt léleg, allur hálfleikurinn. Mér fannst leikmennirnir missa trúnna og þá fór áræðnin út um gluggan og við vorum einfaldlega aldrei líklegar í seinni hálfleik.“ Stjörnukonur nýttu sér það og gerðu út um leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. „Það var erfitt að horfa upp á það þegar það gekk ekkert upp. Allt sem fór á markið var varið en ég tek það ekki af þeim að Stjarnan spilaði frábærlega í dag.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að skoða leikinn betur er hún var spurð út í jákvæða punkta í kvöld. „Við þurfum klárlega að spila mun betur en í dag ef við ætlum okkur í efstu fjögur sætin eins og markmiðin eru. Ég þarf að horfa á leikinn aftur til að finna þetta jákvæða sem hægt er að taka úr þessu, á tímabili var vörnin og markvarslan fín en heilt yfir var þetta ekki nógu gott.“ Sólveig Lára: Myndast alltaf einstök stemming í Höllinni„Mér líður auðvitað bara æðislega, það er frábært að komast aftur í Höllina og það verður góð upplifun að fara þangað aftur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, sátt að leikslokum. Stjörnukonur byrjuðu leikinn af krafti og náðu snemma góðu forskoti. „Við komum ótrúlega einbeittar til leiks og það var þvílíkur kraftur í okkur. Við duttum aðeins niður þarna um tíma í fyrri hálfleik en þegar við komumst aftur af stað gerðum við út um leikinn.“ Sólveig hrósaði Hafdísi Renötudóttur en hún kom af krafti inn í lið Stjörnunnar. „Vörnin hélt vel og Hafdís var í miklu stuði þar fyrir aftan. Við söknuðum Heiðu og Hafdís steig upp í hennar fjarveru og nýtti tækifærið vel. Við eigum greinilega tvo hörku markmenn.“ Sólveig sagðist vera spennt fyrir því að fá tækifæri til að verja titilinn í Laugardalshöllinni. „Það myndast alltaf einstök stemming í Höllini og sérstaklega eftir að þessi hugmynd um úrslitahelgi kom upp. Þar viljum við vera og erum sem betur fer komnar þangað. Það eru einhverjar í liðinu sem eiga eftir að upplifa þetta og við viljum endilega endurtaka leikinn.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Sjá meira
Stjarnan fær tækifæri til að verja titilinn á úrslitahelginni í Coca-Cola bikar kvenna í handbolta eftir 32-23 sigur á ÍBV í Mýrinni í 8-liða úrslitum í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og náði forskotinu snemma leiks en Garðbæingar hleyptu Eyjakonum aldrei of nálægt forskotinu. Lauk leiknum með 9 marka sigri Stjörnukvenna sem eru því komnar í undanúrslitin ásamt Haukum, Fram og Selfossi. Stjarnan náði yfirhöndinni snemma leiks og leiddi 8-3 eftir aðeins níu mínútur en Hrafnhildur Skúladóttir brást við því með leikhléi til að vekja leikmennina sína. Eyjakonur tóku við sér og minnkuðu bilið um tíma niður í þrjú mörk en Stjarnan leiddi 15-11 í hálfleik. Stjörnukonur bættu við forskotið í upphafi seinni hálfleiks og náðu átta marka forskoti en þá var ekki aftur snúið. Gestirnir frá Vestmannaeyjum reyndu ýmsar útfærslur á varnarleiknum til að reyna að hrista upp í leiknum með dræmum árangri. Héldu Stjörnukonur öruggu forskoti allt til loka leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk en Sólveig Lára Kjærnested bætti við kom næst með sex mörk. Esther Óskarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með átta mörk en aðeins fimm leikmenn ÍBV komust á blað í leiknum. „Tilfinningin er ljómandi góð, ég er svakalega ánægð með hversu vel við mættum innstilltar í þennan leik og mættum einbeittar til leiks,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar í kvöld. „Við byrjuðum vel og náðum að halda dampinum vel út allan leikinn. Ég er gríðarlega stolt af stelpunum hversu tilbúnar þær voru í þessa baráttu því við vorum að spila upp á þátttökurétt í skemmtilegustu helgi ársins,“ sagði Rakel og bætti við: „Við fórum alla leið í fyrra og vitum hversu skemmtileg úrslitahelgin er. Það var ekki möguleiki á því að við myndum mæta í kvöld af hálfum hug.“ Varnarleikurinn var flottur og gerði Hafdísi auðveldara fyrir í markinu. „Við vorum vel hreyfanlegar og svo var Hafdís stórkostleg fyrir aftan okkur. Hún var að taka sína bolta og tók líka þessa bónus-bolta úr dauðafærum sem er alltaf gott. Það gerði þeim mjög erfitt fyrir,“ sagði Rakel sem var sömuleiðis ánægð með spilamennskuna á hinum enda vallarins. „Við byrjuðum sóknarleikinn vel og setjum mörg mörk á þeim fyrstu mínúturnar. Við komum þeim kannski svolítið á óvart og þeim tókst betur að loka á okkur eftir því sem leið á leikinn en við héldum bara áfram.“ Hrafnhildur: Leikmennirnir misstu trúna í seinni hálfleik„Við fengum einfaldlega skell í kvöld. Við byrjum leikinn illa en komumst aftur inn í hann og vorum óheppnar að vera fjórum mörkum undir í hálfleik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Þessi munur hefði auðveldlega getað verið mun minni, við fórum mjög illa með nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik til þess að minnka muninn en svo var allt annað upp á teningunum í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur var afar ósátt með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Við komum okkur ekki í sömu færin og spilamennskan var bara hreint út sagt léleg, allur hálfleikurinn. Mér fannst leikmennirnir missa trúnna og þá fór áræðnin út um gluggan og við vorum einfaldlega aldrei líklegar í seinni hálfleik.“ Stjörnukonur nýttu sér það og gerðu út um leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. „Það var erfitt að horfa upp á það þegar það gekk ekkert upp. Allt sem fór á markið var varið en ég tek það ekki af þeim að Stjarnan spilaði frábærlega í dag.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að skoða leikinn betur er hún var spurð út í jákvæða punkta í kvöld. „Við þurfum klárlega að spila mun betur en í dag ef við ætlum okkur í efstu fjögur sætin eins og markmiðin eru. Ég þarf að horfa á leikinn aftur til að finna þetta jákvæða sem hægt er að taka úr þessu, á tímabili var vörnin og markvarslan fín en heilt yfir var þetta ekki nógu gott.“ Sólveig Lára: Myndast alltaf einstök stemming í Höllinni„Mér líður auðvitað bara æðislega, það er frábært að komast aftur í Höllina og það verður góð upplifun að fara þangað aftur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, sátt að leikslokum. Stjörnukonur byrjuðu leikinn af krafti og náðu snemma góðu forskoti. „Við komum ótrúlega einbeittar til leiks og það var þvílíkur kraftur í okkur. Við duttum aðeins niður þarna um tíma í fyrri hálfleik en þegar við komumst aftur af stað gerðum við út um leikinn.“ Sólveig hrósaði Hafdísi Renötudóttur en hún kom af krafti inn í lið Stjörnunnar. „Vörnin hélt vel og Hafdís var í miklu stuði þar fyrir aftan. Við söknuðum Heiðu og Hafdís steig upp í hennar fjarveru og nýtti tækifærið vel. Við eigum greinilega tvo hörku markmenn.“ Sólveig sagðist vera spennt fyrir því að fá tækifæri til að verja titilinn í Laugardalshöllinni. „Það myndast alltaf einstök stemming í Höllini og sérstaklega eftir að þessi hugmynd um úrslitahelgi kom upp. Þar viljum við vera og erum sem betur fer komnar þangað. Það eru einhverjar í liðinu sem eiga eftir að upplifa þetta og við viljum endilega endurtaka leikinn.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti