Hörður fékk fjölmiðlaverðlaun KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 13:47 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, með Herði. Mynd/KSÍ Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “ Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “
Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti