Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:00 Frumvarp um rafrettur felur í raun í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir. vísir/getty Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð. Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð.
Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30
Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00
Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54