Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira