Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 10:20 Frá blaðamannafundi lögreglunnar þegar tilkynnt var um að lík Birnu hefði fundist. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03
Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30