Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna Birnu Brjánsdóttur á sunnudag. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30