Bandaríska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til tilskipunar Donald Trump Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö ríkja í Mið-Austurlöndum og Afríku til Bandaríkjanna.
Rétt tæpur helmingur, 49 prósent, eru jákvæðir í garð tilkskipunarinnar, en 41 prósent neikvæðir.
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Ipsos sem gerð var fyrir Reuters í dag og í gær.
Í frétt Reuters segir að skoðanir aðspurðra fylgja í stórum dráttum flokkslínum. 53 prósent þeirra sem segjast Demókratar eru mjög á móti tilskipun forsetans, en 51 prósent Repúblikana segjast mjög fylgjandi.
Í sömu könnun var jafnframt spurt um hvort að frekar ætti að taka á móti kristnum flóttamönnum líkt og Trump hefur talað fyrir. Meirihluti kvaðst ekki þeirrar skoðunar að Bandaríkin eigi „að bjóða kristnum flóttamönnum velkomna en ekki múslimskum“.
Um var að ræða netkönnun þar sem 1.201 manns tóku þátt.
Samkvæmt tilskipun forsetans munu Bandaríkin ekki taka á móti flóttamönnum í fjóra mánuði, en blátt bann er gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi. Þá mega aðilar frá Írak, Sýrlandi, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Jemen ekki koma til Bandaríkjanna um tíma.
Fleiri jákvæðir í garð tilskipunar Donald Trump

Tengdar fréttir

Meisam heimilað að ferðast til Bandaríkjanna
Meisam Rafiei var í gær meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna nýrrar tilskipunar Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn
Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa.

Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna.