Framtíðarsýn í ferðamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. janúar 2017 07:00 Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins. Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjónustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru. Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins. Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að lagaheimildir skorti. Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa alvöru umræðu á nýju þingi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins. Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjónustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru. Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins. Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að lagaheimildir skorti. Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa alvöru umræðu á nýju þingi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun