Innsetningarræða Trumps: „Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:37 Trump sagði að í dag myndi valdið færast í hendur fólksins. vísir/epa Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31
Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53
Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00