Innsetningarræða Trumps: „Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:37 Trump sagði að í dag myndi valdið færast í hendur fólksins. vísir/epa Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31
Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53
Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent