„Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða,“ segir í fréttatilkynningu en þetta er í 16. skipti sem verðlaunin eru veitt.
Hægt er að kynna sér allar tilnefningar á vefnum vefverdlaun.is.
Íslensku vefverðlaunin eru veitt í 13 flokkum en fjöldinn endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tilnefnda vefi í 11 flokkum en auk þeirra veitir dómnefnd verðlaun fyrir vefi sem skara fram úr í flokkunum Hönnun og viðmót og Vefur ársins. Í dómnefnd eru sjö aðilar sem starfa innan vefiðnaðarins en hulunni verður svipt af henni á verðlaunahafhendingunni sjálfri.
Verðlaunin verða veitt sem fyrr segir í Hörpu 27. janúar. Húsið opnar klukkan 17.30 og er athöfnin öllum opin.
Sama dag stendur SVEF fyrir ráðstefnunni Iceweb í Hörpunni. Hægt er að kynna sér ráðstefnuna nánar á vefnum 2017.iceweb.is.
Fyrirtækjavefur ársins, lítil og meðalstór fyrirtæki
Fyrirtækjavefur ársins, stærri fyrirtæki, 50+
- Ársskýrsla Landsbankans 2015, Landsbankinn, Jónsson & Le‘macks og Advania
- Nýr vefur Eimskips, Skapalón, Vettvangur og Funksjón vefráðgjöf
- Reykjavik Excursions, Hugsmiðjan
- Sjóvá, Kosmos & Kaos og Vettvangur
- Vörður tryggingafélag, Sendiráðið
- Hmagasin, Hugsmiðjan
- K100 útvarpsstöð, Sendiráðið
- Nútíminn, Guðmundur Sigursteinn Jónsson forritari
- Tímamót, Hugsmiðjan og Döðlur
- Umræðan – Umræðuvefur Landsbankans, Landsbankinn, Jónsson & Le‘Macks og Advania
- Einkaleyfastofan, Kosmos & Kaos
- Kópavogsbær, Stefna
- Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar, Hugsmiðjan og Funksjón vefráðgjöf
- Nýr vefur Íslandsstofu, Kosmos & Kaos og DaCoda
- Veitur, Kosmos & Kaos
- Go Digital, Kolibri
- Iceland Academy, Skapalón og Íslenska auglýsingastofan
- Iceland Airwaves, Landsbankinn, Jónsson & Le‘macks og Aranja
- PrescribeWellness, ueno.
- Zero Financial, ueno.
- Aur Posi, Stokkur Software ehf.
- Íslandsbanka Appið, Kolibri
- Kass, Memento Payments
- Strætó app, Stokkur Software ehf.
- WOW appið, Stokkur Software ehf.
- Betri Reykjavík, SES íbúar, Reykjavíkurborg
- Farsímabanki Landsbankans - L.is, Landsbankinn
- Híbýli, Sölvi Logason og Halldór Bjarni Þórhallsson
- Innranet Logos lögfræðistofu, Sendiráðið
- Sprotarnir, Aranja, Kári Gunnarsson og Felix Bergsson
- Alvogen - samfélagsverkefni, Skapalón
- Krabbameinsfélag Íslands, Hugsmiðjan
- Nýr vefur Rauða krossins á Íslandi, Hugsmiðjan
- Spurt og svarað um áliðnaðinn, Stefna og Jónsson & Le‘macks
- Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Stefna
- BESTSELLER á Íslandi, Vettvangur
- Húsasmiðjan, Sendiráðið
- Tix Miðasala,
- Vefverslun IKEA
- Verve Wine, ueno.
- Flugan - innri vefur Isavia, Sendiráðið og Funksjón vefráðgjöf
- Innranet Logos lögfræðistofu, Sendiráðið
- Team 66, Premis
- Uppfærður innrivefur Póstsins, Vettvangur
- Þjónustuvefur Ljósleiðarans, Kosmos & kaos og Koala ráðgjöf
- Velkomin í viðskipti, Arion banki og Kosmos & Kaos
- Farsímabanki Landsbankans - L.is, Landsbankinn
- FitSucccess fjarþjálfun, Funksjón vefráðgjöf, Arnar Ólafsson og Sendiráðið
- Netbanki einstaklinga, Landsbankinn
- Netbanki fyrirtækja, Landsbankinn