Goldman tísti myndum af tertunum tveimur en af þeim má sjá að líkindin eru sláandi.
„Tertan til vinstri er sú sem ég gerði fyrir innsetningarathöfn Obama fyrir fjórum árum. Sú sem er á myndinni til hægri er Trumps. Ég gerði hana ekki,“ sagði Goldman í tístinu.
Ekki er hefð fyrir að tertan, sem snædd er á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna, líti út samkvæmt einhverjum ákveðnum stöðlum. Terturnar hafa hingað til verið ólíkar að gerð og lögun og því ekki um hefð að ræða.

MacIsaac sagði að starfsmenn bakarísins hefðu reynt að hvetja viðskiptavininn til þess að nota ljósmyndina sem „innblástur“ í stað fyrirmyndar. Hann féllst ekki á það.
„Nei, þessi kaka er fullkomin. Þeir vilja nákvæma eftirlíkingu af henni,“ átti hann að hafa sagt við bakarana.
Þess má jafnframt geta að kakan var að mestu leyti óæt fyrir utan neðsta botn hennar. „Þessi kaka er úr frauðplasti, hún er ekki ætluð til neyslu,“ sagði MacIsaac.
Tístarar hafa margir hverjir lýst yfir gremju sinni vegna málsins en sumir þeirra vilja meina að um skýlausan hugverkastuld sé að ræða.
Melania Trump, forsetafrú, flutti sem kunnugt er ræðu á landsþingi Repúblíkana síðasta sumar sem þótti grunsamlega lík ræðu sem Michelle Obama flutti við svipað tilefni.
The cake on the left is the one I made for President Obama's inauguration 4 years ago. The one on the right is Trumps. I didn't make it. pic.twitter.com/qJXpCfPhii
— Duff Goldman (@Duff_Goldman) January 21, 2017