Íslenska U-17 ára landslið karla í handbolta keppti á sterku móti nú í janúar þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti. Markvörður liðsins var besti markvörður mótsins.
Viktor Gísli Hafsteinsson sem vakið hefur mikla athygli með Fram í Olís-deild karla í handbolta í vetur stóð sig afar vel á mótinu. Viktor Gísli varði meðal annars 17 skot í leiknum um 5. sætið þegar Ísland skellit Póllandi 26-17.
Íslenska liðið vann alla leiki sína á mótinu fyrir utan annan keppnisdag þegar liðið tapaði fyrir Þýskalandi og Ítalíu. Flesta leiki sína vann Ísland á sannfærandi máta.
Þýskaland vann mótið eftir úrslitaleik við Spán. Frakkland vann Ítalíu í leiknum um bronsið.
Ásamt Viktori Gísla voru þrír Spánverjar, Frakki, Ítali og Þjóðverji í úrvalsliði mótsins.
