Sport

Tristan Freyr og María Rún hrósuðu sigri í Krikanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verðlaunahafar í fimmtarþraut.
Verðlaunahafar í fimmtarþraut. mynd/frí
Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþraut í Kaplakrika.

ÍR-ingurinn Tristan Freyr Jónsson hrósaði sigri í sjöþraut á nýju piltameti. Tristan, sem er sonur tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar, fékk 5595 stig, 268 stigum meira en Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki sem varð annar. Ísak Óli Traustason úr UMSS lenti svo í 3. sæti með 4673 stig.

Tristan varð hlutskarpastur í 60 metra hlaupi, 60 metra grindahlaupi, langstökki og hástökki. Ingi Rúnar sigraði hins vegar í kúluvarpi, stangarstökki og 1000 metra hlaupi.

Í fimmtarþraut kvenna varð FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir hlutskörpust. Hún hafði betur gegn Irmu Gunnarsdóttur úr Breiðabliki og Ásgerði Jönu Ágústsdóttur úr UFA.

María Rún bar sigur út býtum í fjórum af fimm greinum; 60 metra grindahlaupi, hástökki, langstökki og 800 metra hlaupi. Irma varð hlutskörpust í kúluvarpinu.

María Rún fékk alls 3869 stig, 287 stigum meira en Irma. Ásgerður Jana fékk svo 3180 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×