Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 12:00 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/Samsett/WPA Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira