Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 14:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira