Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 21:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirritun tilskipunarinnar. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðji með einhverjum hætti fóstureyðingar. BBC greinir frá.Að sögn Sean Spicer, blaðamannafulltrúa Hvíta hússins, sýnir ákvörðunin að forsetinn „berst fyrir alla Bandaríkjamenn, þar á meðal þá sem enn hafa ekki fæðst.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna árið 1984, var fyrstur forseta til að innleiða slíka tilskipun og hafa forsetar landsins skipst á að draga tilskipunina til baka eða innleiða hana, eftir því hvort að þeir eru Demókratar eða Repúblikanar. Þannig dró Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilskipunina til baka eftir að hann tók við embætti forseta, árið 2009. Tilskipunin neyðir frjáls félagasamtök sem fá styrki frá bandarísku ríkisstjórninni til þess að samþykkja að „framkvæma ekki fóstureyðingar né heldur styðja við fóstureyðingar með einhverjum hætti sem aðferð til þess að skipuleggja fjölskyldu í öðrum löndum.“ Samþykki þau það ekki, fá þau ekki lengur fjármagn frá alríkisstjórninni. Ýmsir hópar, víðsvegar um Bandaríkin, sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna þessa. Trump hefur áður sagt að konur „þyrftu að undirgangast einhverskonar refsingu“ fyrir að gangast undir fóstureyðingu, ef fóstureyðingar væru ólöglegar þar sem þær búa. Hann dró þó ummæli sín til baka eftir mikla reiði meðal almennings. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sagði Trump um fóstureyðingar að sér þætti að hvert og eitt fylki Bandaríkjanna ætti að ráða því sjálft hvort að fóstureyðingar væru löglegar eða ólöglegar innan landamæra þess.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira