Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 08:15 Frá þingstörfum fyrir jól. Vísir/Anton Brink Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13
Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00