Frakkar segjast þurfa að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 12:00 Frakkinn Cedric Sorhaindo fær hér alvöru móttökur hjá íslensku varnarmönnunum Bjarki Má Gunnarssyni, Gunnari Steini Jónssyni og Arnari Frey Arnarssyni. Vísir/Getty Frakkland sendi Ísland heim af HM í handbolta á laugardaginn og í kvöld geta þeir sent annan Íslending heim þegar þeir mæta Svíum í átta liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram fyrir framan 28 þúsund manns á Pierre Mauroy leikvanginum í Lille eða sama stað og Frakkar og Svíar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Kristján Andrésson þjálfar sænska landsliðið og er sá eini af fjórum íslenskum þjálfurum á heimsmeistaramótinu sem er enn með í keppninni. Geir Sveinsson (Ísland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) töpuðu allir með liðum sínum í sextán liða úrslitunum. „Þetta verður risastór leikur fyrir framan alla þessa áhorfendur, alvöru viðburður. Ef við spilum okkar leik, með okkar sterku vörn og okkar öflugu hraðaupphlaup þá eigum við kannski möguleika á því að komast í undanúrslitin,“ sagði markvörðurinn Andreas Palicka í viðtali við heimsmeistaramótssíðu Frakka en hann hefur varið mark Svía af sinni alkunnu snilld í keppninni. Frakkar taka Svía alvarlega enda að fara að mæta liði sem vann 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum. „Svíar eru mjög sterkir og þeir áttu skilið að vinna Dani í riðlakeppninni og hefðu unnið ef Landin hefði ekki átt þennan klikkaði leik sinn. Við þurfum að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum i sextán liða úrslitunum,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte í samtalið við heimasíðu keppninnar. Leikur Frakka og Svía hefst klukkan 18.00 í kvöld. Öll átta liða úrslitin eru á dagskrá í dag. Noregur og Ungverjaland mætast klukkan 16.00 og klukkan 19.45 fara síðan fram tveir síðustu leikirnir sem eru Slóvenía-Katar og Spánn-Króatía. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira
Frakkland sendi Ísland heim af HM í handbolta á laugardaginn og í kvöld geta þeir sent annan Íslending heim þegar þeir mæta Svíum í átta liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram fyrir framan 28 þúsund manns á Pierre Mauroy leikvanginum í Lille eða sama stað og Frakkar og Svíar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Kristján Andrésson þjálfar sænska landsliðið og er sá eini af fjórum íslenskum þjálfurum á heimsmeistaramótinu sem er enn með í keppninni. Geir Sveinsson (Ísland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) töpuðu allir með liðum sínum í sextán liða úrslitunum. „Þetta verður risastór leikur fyrir framan alla þessa áhorfendur, alvöru viðburður. Ef við spilum okkar leik, með okkar sterku vörn og okkar öflugu hraðaupphlaup þá eigum við kannski möguleika á því að komast í undanúrslitin,“ sagði markvörðurinn Andreas Palicka í viðtali við heimsmeistaramótssíðu Frakka en hann hefur varið mark Svía af sinni alkunnu snilld í keppninni. Frakkar taka Svía alvarlega enda að fara að mæta liði sem vann 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum. „Svíar eru mjög sterkir og þeir áttu skilið að vinna Dani í riðlakeppninni og hefðu unnið ef Landin hefði ekki átt þennan klikkaði leik sinn. Við þurfum að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum i sextán liða úrslitunum,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte í samtalið við heimasíðu keppninnar. Leikur Frakka og Svía hefst klukkan 18.00 í kvöld. Öll átta liða úrslitin eru á dagskrá í dag. Noregur og Ungverjaland mætast klukkan 16.00 og klukkan 19.45 fara síðan fram tveir síðustu leikirnir sem eru Slóvenía-Katar og Spánn-Króatía.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira