Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2017 16:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira