Polar Nanoq heldur af landi brott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 17:24 Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun halda af landi brott síðar í kvöld en lögregla hefur lokið störfum um borð eftir aðgerðir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi. Í tilkynningu frá Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, segir að áhöfnin sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að Polar Seafood sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir jafnframt öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu. Þá segir einnig að atburðirnir í tengslum við hvarf Birnu hafi lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Útgerðin geti þó ekki borið ábyrgð á framferði einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. „Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.“Yfirlýsing Polar Seafood í heild sinni„Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn.Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram og gengur vonandi hratt og vel fyrir sig. Polar Seafood er yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu.Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum. Sérstakar þakkir viljum við senda stjórnvöldum, utanríkisráðuneyti og lögreglu, danska sendiráðinu og sjálfboðaliðum björgunarsveita landsins. Jørgen Fossheim,útgerðarstjóri hjá Polar Seafood“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09 Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun halda af landi brott síðar í kvöld en lögregla hefur lokið störfum um borð eftir aðgerðir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi. Í tilkynningu frá Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, segir að áhöfnin sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að Polar Seafood sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir jafnframt öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu. Þá segir einnig að atburðirnir í tengslum við hvarf Birnu hafi lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Útgerðin geti þó ekki borið ábyrgð á framferði einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. „Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.“Yfirlýsing Polar Seafood í heild sinni„Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn.Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram og gengur vonandi hratt og vel fyrir sig. Polar Seafood er yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu.Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum. Sérstakar þakkir viljum við senda stjórnvöldum, utanríkisráðuneyti og lögreglu, danska sendiráðinu og sjálfboðaliðum björgunarsveita landsins. Jørgen Fossheim,útgerðarstjóri hjá Polar Seafood“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09 Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45
Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53
Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50