Polar Nanoq heldur af landi brott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 17:24 Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun halda af landi brott síðar í kvöld en lögregla hefur lokið störfum um borð eftir aðgerðir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi. Í tilkynningu frá Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, segir að áhöfnin sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að Polar Seafood sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir jafnframt öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu. Þá segir einnig að atburðirnir í tengslum við hvarf Birnu hafi lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Útgerðin geti þó ekki borið ábyrgð á framferði einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. „Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.“Yfirlýsing Polar Seafood í heild sinni„Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn.Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram og gengur vonandi hratt og vel fyrir sig. Polar Seafood er yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu.Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum. Sérstakar þakkir viljum við senda stjórnvöldum, utanríkisráðuneyti og lögreglu, danska sendiráðinu og sjálfboðaliðum björgunarsveita landsins. Jørgen Fossheim,útgerðarstjóri hjá Polar Seafood“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09 Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun halda af landi brott síðar í kvöld en lögregla hefur lokið störfum um borð eftir aðgerðir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi. Í tilkynningu frá Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, segir að áhöfnin sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að Polar Seafood sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir jafnframt öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu. Þá segir einnig að atburðirnir í tengslum við hvarf Birnu hafi lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Útgerðin geti þó ekki borið ábyrgð á framferði einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. „Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.“Yfirlýsing Polar Seafood í heild sinni„Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn.Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram og gengur vonandi hratt og vel fyrir sig. Polar Seafood er yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu.Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum. Sérstakar þakkir viljum við senda stjórnvöldum, utanríkisráðuneyti og lögreglu, danska sendiráðinu og sjálfboðaliðum björgunarsveita landsins. Jørgen Fossheim,útgerðarstjóri hjá Polar Seafood“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09 Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45
Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53
Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50