Boðar stórsókn við uppbyggingu innviða Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2017 06:00 Ráðherra mismælti sig í ræðunni og sagði ríkisstjórnina hafa aðgerðaáætlun vegna Panamasamkomulagsins, en átti við Parísarsamkomulagið. vísir/ernir Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þingnefnda verður því kosið um formenn nefndanna en stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnarandstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds ríkisstjórnarflokkanna. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðisþjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráðherra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Viðreisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, minntu forsætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði heilbrigðismál í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þingnefnda verður því kosið um formenn nefndanna en stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnarandstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds ríkisstjórnarflokkanna. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðisþjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráðherra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Viðreisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, minntu forsætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði heilbrigðismál í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27