Evrópa losnar úr verðhjöðnunargildrunni Lars Christensen skrifar 25. janúar 2017 10:30 Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun