Áhorfendur Stöðvar 2 fá að sjá fyrir og eftir breytingar á fjölmörgum heimilum, fara út í heim og sjá eitt hundraðasta þáttinn sem er einmitt í kvöld.
Heimsókn verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:00 í kvöld. Júlíus Freyr, sonur Rúnars Júlíussonar, hefur keypt gamla æskuheimilið, ásamt Guðnýju eiginkonu sinni og hafa þau tekið það í gegn frá a-ö. Fjallað verður um húsið í kvöld.