Sjávarútvegsfyrirtækin HB Grandi og Brim ætla ekki að bjóða í Gadus, dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu. Þetta staðfesta Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við breska fjölmiðilinn Undercurrent News.
Icelandic Group, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), auglýsti Gadus til sölu þann 10. janúar en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum þorski og laxi. Talið er að eignin verði mun eftirsóttari en önnur fyrrverandi dótturfélög Icelandic Group sem fyrirtækið seldi í fyrra og 2015. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka.
Brim keypti starfsemi Icelandic Group í Asíu í desember 2015. Guðmundur Kristjánsson segir í samtali við Undercurrent News að fyrirtækið hafi ekki áhuga á Gadus.
„Brim mun ekki taka þátt. Við erum einungis í verkfalli núna," segir Guðmundur og vísar í verkfallsaðgerðir sjómanna hér á landi.
Gadus selur um 7.000 tonn af afurðum árlega og námu tekjur árið 2016 um ellefu milljörðum króna.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
HB Grandi og Brim vilja ekki Gadus
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið



„Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“
Viðskipti innlent



Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins
Viðskipti innlent

Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða
Viðskipti innlent

Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl
Samstarf

Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“
Atvinnulíf

Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð
Viðskipti innlent