Formaður Sjómannasambandsins: Get tekið á mig að slíta viðræðum en það er líka þeim að kenna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 18:09 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins hefur ekki áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist vegna kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS ). Hann segir að SFS verði að koma til móts við kröfur sjómanna. „Þeir segja að menn verði að semja þegar verið er að deila og það er alveg rétt. Við þessum tveimur kröfum okkar hefur ekki komið fram neitt tilboð frá þeim,“ sagði Valmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að vel hafi gengið að semja þangað til sjómenn settu fram kröfur um að útgerðin tæki meiri þátt í olíukostnaði og sjómenn fái einhversskonar uppbót frá útgerðum í stað sjómannaafsláttar sem lagður var af fyrir nokkrum árum. Valmundur segir að reiknað hafi verið út að þessar tvær kröfur myndu kosta útgerðirnar samtals um þrjá milljarða á ári. Það séu ekki miklir peningar á ári hverju miðað við tekjur útgerðarfyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi. „Þetta er ekkert mikið á hvern haus þegar uppi er staðið, hvorki hjá okkur né hjá útgerðinni. Það eru í kringum 140 félagsmenn innan SFS og þetta væru þá 21-2 milljónir á haus í þeim samtökum á ári. Í stóra samhenginu eru þetta ekki miklir peningar,“ sagði Valmundur.Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót.Vísir/ErnirSjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við SFS í vikunni og sagði SFS að ógerlegt væri að ganga að öllum kröfum sjómanna. Valmundur segir þó að kröfurnar sé hógværar. „Við teljum þetta vera hógværar og sanngjarnar kröfur miðað við veltu sjávarútvegs á Íslandi og miðað við stöðu sjómanna. Ég get tekið það á mig að hafa slitið þessum viðræðum en það er líka þeim að kenna.“ Aðspurður hvort að þetta þýði ekki að langt sé í land í þessum viðræðum sagði Valmundur að það gæti vel verið en að Sjómannasambandið myndi ekki gefa eftir. „Við erum með skýrt umboð frá okkar baklandi. Skilaboðin eru alveg skýr, það verður ekki hvikað frá þessum kröfum. Meðan að svo er gerum við það ekki,“ sagði Valmundur.Í gær var greint frá því að stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafi tapast og erlend stórfyrirtæki hafi misst trúna á íslenskum sjávarútvegi. Valmundur segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, verkföll bitni alltaf á þriðja aðila „Menn standa fast á sínum kröfum. AUðvitað hefur maður skilning á því að þetta bitnar á fullt af fólki. En svona eru verkföll, þau bitna á þriðja aðila. Við erum í kjarabaráttu fyrir kjörum okkur og þetta er kostnaðurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Kjaramál Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins hefur ekki áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist vegna kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS ). Hann segir að SFS verði að koma til móts við kröfur sjómanna. „Þeir segja að menn verði að semja þegar verið er að deila og það er alveg rétt. Við þessum tveimur kröfum okkar hefur ekki komið fram neitt tilboð frá þeim,“ sagði Valmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að vel hafi gengið að semja þangað til sjómenn settu fram kröfur um að útgerðin tæki meiri þátt í olíukostnaði og sjómenn fái einhversskonar uppbót frá útgerðum í stað sjómannaafsláttar sem lagður var af fyrir nokkrum árum. Valmundur segir að reiknað hafi verið út að þessar tvær kröfur myndu kosta útgerðirnar samtals um þrjá milljarða á ári. Það séu ekki miklir peningar á ári hverju miðað við tekjur útgerðarfyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi. „Þetta er ekkert mikið á hvern haus þegar uppi er staðið, hvorki hjá okkur né hjá útgerðinni. Það eru í kringum 140 félagsmenn innan SFS og þetta væru þá 21-2 milljónir á haus í þeim samtökum á ári. Í stóra samhenginu eru þetta ekki miklir peningar,“ sagði Valmundur.Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót.Vísir/ErnirSjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við SFS í vikunni og sagði SFS að ógerlegt væri að ganga að öllum kröfum sjómanna. Valmundur segir þó að kröfurnar sé hógværar. „Við teljum þetta vera hógværar og sanngjarnar kröfur miðað við veltu sjávarútvegs á Íslandi og miðað við stöðu sjómanna. Ég get tekið það á mig að hafa slitið þessum viðræðum en það er líka þeim að kenna.“ Aðspurður hvort að þetta þýði ekki að langt sé í land í þessum viðræðum sagði Valmundur að það gæti vel verið en að Sjómannasambandið myndi ekki gefa eftir. „Við erum með skýrt umboð frá okkar baklandi. Skilaboðin eru alveg skýr, það verður ekki hvikað frá þessum kröfum. Meðan að svo er gerum við það ekki,“ sagði Valmundur.Í gær var greint frá því að stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafi tapast og erlend stórfyrirtæki hafi misst trúna á íslenskum sjávarútvegi. Valmundur segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, verkföll bitni alltaf á þriðja aðila „Menn standa fast á sínum kröfum. AUðvitað hefur maður skilning á því að þetta bitnar á fullt af fólki. En svona eru verkföll, þau bitna á þriðja aðila. Við erum í kjarabaráttu fyrir kjörum okkur og þetta er kostnaðurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44