Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira