Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent