Bókin 1984 eftir George Orwell er uppseld hjá Amazon eftir að hún skaust óvænt efst á sölulista Amazon-bóka í Bandaríkjunum eftir að Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump, lét ummæli sín um „hliðstæðar staðreyndir“ (Alternative facts) falla í viðtali á dögunum.
Ef leitað er að 1984 á Amazon má sjá að hún er uppseld, bæði í kilju sem og harðspjaldaútgáfu.
Í kjölfar viðtals Conway á NBC fór mikil umræða af stað um „newspeak“ sem notað var í bókinni. Með því tungumáli vildu yfirvöld koma í veg fyrir sjálfstæða hugsun. Síðan þá hafa ummæli Conway verið tengd við 1984.
