Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Aron og Þórunn mættu í Bítið í morgun. „Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
„Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“
Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira