Fínasta skíðaveður um helgina en stormur á þriðjudag Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. janúar 2017 10:43 Fínt skíðaveður um helgina en umhleypingar eftir helgi. Vísir/Anton Fólk getur svo sannarlega drifið sig í skíðagallann því búist er við fínu skíðaveðri um helgina. Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi, Þorsteini V. Jónssyni, er því um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst þar sem búist er við umhleypingum eftir helgi með stormi á þriðjudag. „Það er fínasta veður um helgina. Svolítil snjómugga á norður og austurlandi í dag og þokkalegt á morgun en svolítill austan strekkingsvindur við suðausturströndina og él á morgun.“ Eftir helgi verður blanda af allri veðráttu samkvæmt Þorsteini. Hvassviðri, rigning og hitabreytingar munu láta á sér kræla. Þorsteinn bendir þó á að það verði hvassviðri og stormur á þriðjudaginn næstkomandi og að hvassast verði Norð-Vestan til.Hér að neðan má sjá veðurspá Veðurstofu Íslands fram á föstudag í næstu viku.Veðurhorfur á landinuNorðan 8-13 m/s, en 13-18 austast. Víða léttskýjað á sunnanverðu landinu, annars snjókoma eða él, einkum NA-lands en dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Kólnandi veður. Austan 5-13 og stöku él á S- og SV-landi á morgun, vægt frost. Hægari vindur í öðrum landshlutum, bjartviðri og talsvert frost. Spá gerð: 28.01.2017 09:40. Gildir til: 30.01.2017 00:00.Á mánudag: Austanátt, víða 8-13 m/s en 13-18 með S-ströndinni. Slydda og síðar rigning, einkum SA-til, en þurrt N-til á landinu. Hlýnandi veður. Hvöss norðaustanátt um kvöldið og talsverð rigning eða slydda SA- og A-lands. Á þriðjudag: Austlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Lægir smám saman á N- og A-landi. Rigning, einkum S-til á landinu, en slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Hiti 0 til 7 stig. Á miðvikudag:Austlæg átt og smáskúrir eða él, en léttskýjað á N-verðu landinu. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag og föstudag:Líklega austlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið N-lands. Spá gerð: 28.01.2017 08:34. Gildir til: 04.02.2017 12:00.Hugleiðingar veðurfræðingsStíf norðanátt á landinu í dag og hvassast verður við austurströndina. Snjókoma norðan- og austanlands og síðar él, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt og kólnar. Víða fremur hægur vindur og nokkuð bjart á morgun, en kalt í veðri. Hvassara verður þó sunnan- og suðvestantil, sums staðar él og nær hitinn víða að fara upp fyrir frostmark við ströndina. Austlægar áttir eftir helgi, bætir í vind og úrkomu og hlýnar smám saman, en áfram kalt og snjókoma norðvestantil. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Fólk getur svo sannarlega drifið sig í skíðagallann því búist er við fínu skíðaveðri um helgina. Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi, Þorsteini V. Jónssyni, er því um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst þar sem búist er við umhleypingum eftir helgi með stormi á þriðjudag. „Það er fínasta veður um helgina. Svolítil snjómugga á norður og austurlandi í dag og þokkalegt á morgun en svolítill austan strekkingsvindur við suðausturströndina og él á morgun.“ Eftir helgi verður blanda af allri veðráttu samkvæmt Þorsteini. Hvassviðri, rigning og hitabreytingar munu láta á sér kræla. Þorsteinn bendir þó á að það verði hvassviðri og stormur á þriðjudaginn næstkomandi og að hvassast verði Norð-Vestan til.Hér að neðan má sjá veðurspá Veðurstofu Íslands fram á föstudag í næstu viku.Veðurhorfur á landinuNorðan 8-13 m/s, en 13-18 austast. Víða léttskýjað á sunnanverðu landinu, annars snjókoma eða él, einkum NA-lands en dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Kólnandi veður. Austan 5-13 og stöku él á S- og SV-landi á morgun, vægt frost. Hægari vindur í öðrum landshlutum, bjartviðri og talsvert frost. Spá gerð: 28.01.2017 09:40. Gildir til: 30.01.2017 00:00.Á mánudag: Austanátt, víða 8-13 m/s en 13-18 með S-ströndinni. Slydda og síðar rigning, einkum SA-til, en þurrt N-til á landinu. Hlýnandi veður. Hvöss norðaustanátt um kvöldið og talsverð rigning eða slydda SA- og A-lands. Á þriðjudag: Austlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Lægir smám saman á N- og A-landi. Rigning, einkum S-til á landinu, en slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Hiti 0 til 7 stig. Á miðvikudag:Austlæg átt og smáskúrir eða él, en léttskýjað á N-verðu landinu. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag og föstudag:Líklega austlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið N-lands. Spá gerð: 28.01.2017 08:34. Gildir til: 04.02.2017 12:00.Hugleiðingar veðurfræðingsStíf norðanátt á landinu í dag og hvassast verður við austurströndina. Snjókoma norðan- og austanlands og síðar él, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt og kólnar. Víða fremur hægur vindur og nokkuð bjart á morgun, en kalt í veðri. Hvassara verður þó sunnan- og suðvestantil, sums staðar él og nær hitinn víða að fara upp fyrir frostmark við ströndina. Austlægar áttir eftir helgi, bætir í vind og úrkomu og hlýnar smám saman, en áfram kalt og snjókoma norðvestantil.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent