Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 15:59 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“ Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“
Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira